Upphitun

Mælt er með upphitun í bakarofni fyrir kjöt- og pastarétti og plokkfisk. Það skilar besta bragðinu af réttunum. Upplýsingar eru á öllum réttum um hita og tíma en yfirleitt er mælt með 170 gráðu hita og 15 mínútum fyrir venjulegar pakkningar en 30 mínútum fyrir eins kg réttina.

Hitun í örbylgju hentar einnig vel. Nánari upplýsingar eru á hverri pakkningu en yfirleitt er mælt með 3-4 mínútum í 900 watta ofnum en sex og hálfa til níu og hálfa mínútur fyrir 1 kg. réttina, þar sem það passar að hafa réttinn í sex og hálfa mínútur í 900 watta ofni en níu og hálfa í 600 watta ofni.

Súpur og grauta hentar vel að hita í potti eða örbylgju.

Á ferðalögum má hita alla réttina með því að setja þá óopnaða og án þess að stinga göt á yfirfilmuna í sjóðandi vatn í um það bil 15-20 mínútur, þetta er þó aðeins misjafnt eftir réttum. Súpur og grautar þurfa til dæmis aðeins 10 mínútur en flestir hinna réttanna 15-20 mínútur. En varúð skal viðhöfð við að opna réttina þar sem þeir þenjast út við hitunina. Snúið þeim enda sem opnaður er frá fólki.