Góð máltíð fyrir þig
1944 réttirnir eru fyrir fólk sem vill góðan mat í miklu úrvali frá traustum framleiðanda. Við framleiðsluna eru réttirnir hægeldaðir við lágan hita í tvær klukkustundir sem tryggir að vítamín og næringarefni halda sér og þarfnast því aðeins hitunar hjá neytendum.
Nákvæmar innihaldslýsingar og næringargildi eru á öllum pakkningum til að sjá megi hvers er verið að neyta. Engin viðbætt rotvarnarefni eru í réttunum og ekkert msg.
Auk venjulegra pakkninga eru í boði tveir fjölskylduréttir, lasagne og plokkfiskur, sem eru í 1 kg pakkningum og henta allt að fjórum og eru mjög bragðgóð og hagkvæm matarlausn.
Áhersla er lögð á að bjóða bragðgóðan heimilismat sem hentar nútímafólki í dagsins önn. Fólki sem kemur á mismunandi tíma heim úr vinnu eða tómstundum. Þetta fólk köllum við „sjálfstæða Íslendinga“.